SKREFINU LENGRA

HÖNNUN & HANDBRAGÐ

Við sérhæfum okkur í að byggja og breyta húsnæði. Við hjálpum þér að sjá möguleika sem þig hefði ekki órað fyrir og framkvæmum svo úr verði hönnun og byggingarlist sem unun er umgangast og njóta.

EFNISVAL

Reynsla okkar býr í handbragði og útsjónarsemi. Við vinnum með umhverfinu og notumst við byggingarefni úr náttúrunni til að skapa heild sem gefur glæsileika í bland við hlýleika. Verkefnin tala sínu máli. Glöggt má sjá mikla sérsmíði með ljósan og dökkan marmara ásamt viðarklæðningum, gleri og öðru efnisvali sem gefur heildarmynd sem hrópar hágæði!

Ljós marmari

Einstaklega fallegur og lifandi steinn sem verður oft einkenni eignar eða hjartað í húsinu.

Viður

Við gæðum okkar verkefni lífi og hlýju með klæðningum sem brýtur upp einfaldleikan. 

Dökkur marmari

Við erum óhræddir við að fara óhefðbundar leiðir til að skapa eitthvað einstakt og eftirminnilegt.

Í FRAMKVÆMD

ATVINNUHÚSNÆÐI

Gullslétta í Mosfellsbæ er verkefni sem við erum með í framkvæmd og verður tilbúið á næstu misserum. Einkenni svæðis er einstakt útsýni yfir Esjuna og hafið.

  • 8 bil sem samanstanda af lager og skrifstofum
  • Lager er 150 fm / skrifstofur eru 100 fm
  • Rúm lóð til umráða fylgir hverju bili
  • Eitt besta útsýni á landinu

Í FRAMKVÆMD

ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

Reykjahvoll í Mosfellsbæ er einbýlishúsnæði sem sker sem fellur vel að náttúru. Eignin situr í hlýð austarlega í Mosfellsbæ með frábæru útsýni til allra átta. Húsinu hefur verið breytt mikið til að draga fram eiginleika sem gerir húsið einstakt og engu líkt á Íslandi.
Sjón er sögu ríkari.

ELDRI VERK

LAXATUNGA

Einstaklega smekklegt einbýlishús þar sem ekkert var tilsparað og hvert smáatriði úthugsað. Einstök eign í Mosfellsbæ sem heldur vel utan um þig.

KÁRSNES

Fyrrum iðnaðarhúsnæði þar sem allt var hreinsað út. Byggð auka hæð ofan á byggingu og hannaðar íbúðir. Allur lóðarfrágangur tekin í gegn og útkoman var fallegt húsnæði í gömlu hverfi í Kópavogi sem hefur allt farið í gegnum mikla endurgerð.

EGILSGATA

Eldra húsnæði í 101 Reykjavík fær nýtt líf. Það gefur okkur mikla gleði að nýta það sem fyrir er og skapa nýtt. Þannig leggjum við okkar að mörkum við umhverfisvernd og stuðlum að góðri endurvinnslu.